Vodafone vill þig í viðskipti án þjónustu

Síminn hringir:
Já, góðan dag Elfar?

Já.

....hjá Vodafone.

 

Hver kannast ekki við símtöl sem byrja með þessum ofurkurteislega mæltu orðum? List sölumannsins er mikil í það hlutverk fer ekki hver sem er. Því þeir sem valda ekki rullunni þeir fá líklega ekki útborgað því oft er nú símasölumönnum borgað eftir nældum fórnardýrum í hús. Einu sinni prófaði ég svona var sölumaður hjá bókaútgáfu. Var aðallega að selja matreiðslubækur. Þetta var á þeim árum þegar ég var nýút(skúf)skrifaður leikari haustið 1997. Merkilegt nokk þá seldi ég vel en þegar ég kom heim var ég oft með klíu í röddinni. Heilsaði konunni sérlega smeðjulega svo hennar fyrsta spurning var: Hvað hefurðu nú gert að þér?

Eitt þeirra fyrirtækja sem hefur soldið hringt í mig í gegnum tíðina með sínum ofurhamingjusömu sölumönnum er Vodafone sem sumir kalla Voðafón er reyndar farinn að skilja þann nafnaleik í dag. Ég hef alla tíð þar til í haust verið í viðskiptum hjá hinum risanum Símanum. En hinn ofurkáti sölumaður Vodafone í haust sem leið náði mér og ég flutti allt heila appartið yfir. Allt já alla síma og líka sjónvarpsþjónustuna. Af hverju? Jú, hin ofurjákvæði sölumaður sagði mér að þetta væri ódýrara hjá þeim. Hann hefur ekkert þurft að éta það ofaní sig því í dag borga ég minna fyrir alla þessa mikilvægu þjónustu nútímamannsins. Munar alveg um þrjúþusund kall á mánuði sem gerir þá 36.000 kallinn á ári. Alveg hægt að nota þá kalla í eitthvað. 

Hinsvegar er leitt frá því að segja að líklega hefur hinn ofurhressi Voðafónsölumaður lokið störfum eða þá að hann sjái aðeins um að lokka fólk til fyrirtæksins, fá peningana þeirra því þjónusta mun ekki vera á dagskrá ja nema þá fyrir meiri peninga. Já, það hefur verið bölvað, afsakið orðbragðið, ólán á sjónvarsþjónustu Voðafón. Þetta er að sjálfsögðu, þökk sé tækninni, í gegnum netið.

Meina hver þarf loftnet í dag mar'?

Já, maður spyr sig.

Sjónvarpsútsending okkar hér í Strætinu á Ísó hökktir líkt og fyrstu bifreiðar heims. Höktið tekur öllu öðru fram þegar maður ferð á hið nefnda ,,vodd" sjónvarpsþjónustu. Við viljum gjarnan nýta okkur hana og horfa á það sjónvarpsefni sem við viljum þegar okkur hentar. Enda er það galdur þessarar þjónustu. 

Nú hið söluvænlega fyrirtæki Vodafone bíður uppá þá einstöku tækniþjónustu að í stað þess að hringja og kvarta þá getur þú sent þeim línu í gegnum heimasíðuna. Frábært ég geri það. Vissulega ánægjulegt að þurfa ekki að hlusta á lyftutónlist í hálftíma en að svarið komið eftir nokkra klukkutíma hina leiðina er sannarlega í stíl við höktþjónsutu ,,voddsins" hjá viðkomandi. Jæja, ekki skorti svörin í fyrstu:
Ég ætla að prófa að fikta í tökkum mín megin en annars hefur verið ólán á þessu hjá okkur en erum að laga þetta en ætti að vera komið í lag kl.16 í dag.Prófaðu samt að taka úr sambandi....(og jari jari allt þetta)

Um mánuður síðan þetta svar barst.Ég sendi aftur línu hálfum mánuði síðar um að þetta hafi ekkert lagast. Ekki skortir svarið en nú er þetta meira mitt vesen en þeirra:
Já, það þarf líklega að kíkja á þetta. Það þarf að senda mann til þín það kostar 4.500. kr hálftíminn. Hann mun líklega þurfa að skipta um snúru og eitthvað.....

Minn ekki sáttur með þetta svara um hæl að ég ætli nú ekki að fara að borga fyrir að fá hingað viðgerðamann til að laga það sem á að vera í lagi hjá ykkur. Auk þess bætti ég við að ,,voddið" hjá samkeppnisaðilanum hafi ekki höktað. Enn værum við á sama stað, með sama net og sama sjónvarpstæki. Svarið:

Ja, þú getur nú alveg skipt um þessa snúru sjálfur. Ef það er hún sem er vandamálið.

 

Æ, segi ég bara. Afhverju þarf þetta að vera svona greyjið sölumaðurinn hafði svo mikið að fá mig til að koma yfir í Vodafone. En til hvers?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband