Huxum

Hvað ætli maður hugsi nú oft á sólarhring? Er maður kannski bara að pæla allan huxumliðlangan daginn. Enda eru margar pælingar dagsins. Ein sú vinsælasta er líklega: Hvað á ég að hafa í matinn? Eða: Í hverju á ég að vera í dag? Svo halda náttúrulega pælingarnar áfram þó ákvörðun hafi verið tekin. Ég hefði kannski frekar átt að hafa kjöt en flatböku. Afhverju fór ég ekki í grænu gallabuxurnar frekar en þessar gulu? 

Afhverju er ég nú að hugsa um þetta. Jú ég datt nefnilega niður á bók sem heitir því skemmtilega nafni Eitthvað að huxum eftir Þorgeir Þorgeirsson. Einn af hugsunarstöðunum er nú gjarnan bókasafnið. Þá leita á mann margar hugsanir t.d. bara sú hvaða bók ætti ég að taka með mér heim Kalman eða Guðrúnu Helgadóttur eða kannski bara eina Yrsu. Ég er reyndar alltaf búinn að ákveða hvaða bók eða bækur ég er að fá lánaða á bókasafninu það og það skiptið. Lang oftast tengist það verkefnum sem ég er að vinna að, alltof sjaldan rit til að lesa bara til skemmtunar eða bara ,,afþví bara".

Þó kem ég stundum sjálfum mér á óvart og ákveð að villast aðeins á bókasafninu hér hjá okkur á Ísafirði. Skoða einhverja hillu sem ég hef aldrei kikkað á eða lítið sýnt áhuga. Um daginn fór ég t.d. í hagfræði hilluna og fann þar hina frábæru bækur um menningarhagfræði eftir Ágúst Einarsson. Vil nota tækifærið hér og þakka honum fyrir sitt framlag til handa lista og menningarlífi á Íslandi. Þarna eru staðreyndirnar settar upp á súlurit og allskonar töflur einmitt það sem ráðamenn þurfa að hafa til að átta sig á að listin skilar peningum í kassann. Legg til að það verði gert að reglu að við hverjar þingkostningar fái hinir nýkjörnu eintak af Menningarhagfræði herra Einarssonar. Gera svo enn betur og færa sveitarstjórnarráðamönnum eintak við upphaf hvers kjörtímabils. Ekki spyrja mig hver á að borga bækurnar - þið finnið útúr því.

Um daginn fór ég í eina hilluna sem ég hef lítið kikkað á áður og fann þar bók sem heitir einmitt Eitthvað að huxum. Höfundur er Þorgeir Þorgeirsson sem hefur sent áður frá sér tvær ljóðabækur. Bókina prýða ljósmyndir eftir Björn Erlingsson. Á bókarkápu er mjög draumkennt og heillandi málverk eftir Kristjönu F. Arndal.

Aldrei hef ég heyrt um þessa bók né séð neitt um hana neins staðar. Það eru nú líka því miður þannig að þær bækur sem fá umfjöllun eru ekki stór prósenta af þeim bókum sem útkoma hér á landi. Því miður ræður tískan og stjörnusmjaður þar. Þessi bók fær mann sannarlega til að huxa, svo ég haldi mér við orðaleik bókarheitisins, og um reynar gífurlega margt. Þarna er nefnilega teflt saman tveimur kynslóðum. Unga manninum og þessum gamla. Þeir hittast reglulega, liklega yfir kaffbolla þó það komi ekki fram í bókinni, og hafa skoðanaskipti. Formið er þannig að sú ungi kastar fram huxun og sá eldri svarar með annarri hugsun. Hér koma nokkrar hugsanir þeirra félaga:

 

Við erum öll umhverfissinnar.

- Nema í verki.

 

Fréttablaðið.

- Viðskiptahugmynd.

 

Þarfasta þingið.

- Ruslafatan.

 

Hvað á barnið að heita.

- Nægir ekki kennitala?

 

,,Ísland sækjum það heim."

- Það er hvergi friður.

 

Já, það má huxa sér margt verra en að lesa þessa bók Þorgeirs Þorgeirssonar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband