Hvað ef?

efÞetta með að stærðin skipti ekki máli er alltaf að sanna sig enda ekki sagt útí hött. Hinir smáu hlutir eru bara oft svo stórir þegar á hólminn er komið. Þúfan vippar hlassinu trekk í trekk og fer létt með það. Meira að segja í tungumálinu eru orðin litlu einna áhrifaríkust. ,,Já" segir allt sem segja þarf. Það gerir ,,nei" líka ég meina það þarf ekkert mikið að rökræða þegar það er sagt þó einhver vilji nú samt meina að nei sé ekkert svar. Svo eru það hin dularfullu og spennandi litlu orð ,,en" og svo hið hikandi ,,ef". Efið á stóran þátt í mínu lífi og ég reikna með að ég sé ekki einn um það. Oft fer ég að hugsa og velta fyrir hver öllum þessum ef málum:

Ef ég hefði ekki fæðst.

Ef ég hefði ekki farið á Núpsskóla og hitt lífsförunaut minn.

Ef ég hefði ekki farið í leiklistarnám.

Ef ég hefði ekki stofnað Act alone.

Ef ég hefði ekki flutt á Ísafjörð. 

Ef ég hefði ekki stofnað kaffihúsið Langa Manga.

 

Já, það er gaman að velta sér uppúr því hvar maður væri ef öll þessi ef hefðu orðið að ekki. Eitt er allavega víst þá væri ég ekki hér. Og þá má spyrja sig.

Ef ekki hér hvar þá?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband