Minnsta óperuhús heims er á Vestfjörðum

grettir frumsÉg er svo heppinn að fá að vinna á mörgum stöðum og mörgum sviðum. Ég er nefnilega farandleikari ferðast um landið með sýningar mínar. Þó ég sé ekki gamall þá hef ég sýnt í mjög mörgum húsum og það er bara alveg stórkostlegt. Líklega heldur þetta manni einnig lifandi ekki bara fjárhagslega heldur og listrænt. Sífellt nýtt svið sem vissulega hefur áhrif á leikinn þó leikritið sé alltaf það sama. Vissulega hef ég lang mest leikið á Vestfjörðum enda á ég þar heima og ætla mér ekki þaðan. Ja, ekki nema þá til Danmerkur en það er allt önnur saga. Danir eru bara svo frábært fólk kannski eru þau bara Vestfirðingar eitthvað langt langt aftur. 

Á helginni (þetta er ísfirsk málvenja og ég fíla hana) þá bætti ég enn einu leik-húsinu við. Því þá sýndi ég í Minnsta óperuhúsi heims sem er nema hvað á Vestfjörðum. Þetta einstaka hús er á hinum sögufræga stað Vatnsfirði í Ísafjarðardjúpi. Þarna hafa nú margir kappar og kvinnur alið manninn. Sumir hafa líka droppað þarna við og jafnvel hefur það orðið þeim til lífs. Þannig var allavega með kappann Gretti sterka Ásmundarson en húsfreyjan í Vatnsfirði bjargaði honum úr snöru sveitunga hennar á ögurstundu. Eftir það dvaldi Grettir um hríð í Vatnsfirði hjá húsfreyju. Enda var bóndi hennar ekki heima, hann var á þingi kallinn. 

Kappinn Grettir var einmitt ástæða þess að ég var á sviðinu í Minnsta óperuhúsi heims í Vatnsfirði á helginni. Að frumsýna íslenskt leikrit er einfaldalega nefnist Grettir. Það var alveg einstök stemning í húsi óperunnar á laugardag á frumsýningu. Líkt og í sögunni af Gretti er mjög kalt og skammdegi mikið var það og í húsinu. Því þarna er hvorki hiti né rafmagn. Sýningargestir létu það nú ekki á sig fá. Allir klæddir föðurlandi og með heitt í bolla. Það er alltaf gaman að geta sýnt verkin manns á söguslóðum það hef ég oft gert með kollega Grettis Gísla nokkurn Súrsson sem hefur verið sýndur mjög víða á slóðum þess súra. Í Haukadal í Dýrafirði, í Geirþjófsfirði og meira að segja í Súrnadal í Noregi. Hvort minn Grettir verður jafn víðförull verður maður bara að bíða og sjá. Nú er þetta allt í höndum áhorfenda. 

Eitt er víst nú get ég merkt inná sýningarhúsakortið mitt enn einu exi, krossi, og nú við Minnsta óperuhús heims. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband